Aukið stjórnleysi – bravó

Punktar

Frábært hjá unga fólkinu að stöðva umferð um Miklubraut til að mótmæla háu verði á bíómiðum. Aðgerðin var að því leyti betri en vörubílstjóranna, að ungmenninn vissu betur, hvenær heppilegt væri að hætta andófinu. Unga fólkið lýsti inn í eymd og volæði venjulegra íslenzkra borgara. Sem láta hvað sem er yfir sig ganga og endurkjósa bófana þar á ofan. Nú er kominn tími til að auka stjórnleysi í samfélaginu með meiri borgaralegri óhlýðni. Fátt fer meira í taugar kerfisfasista en anarkí. Aðgerðir, sem raska ró manna, taka löggustjórana alveg á taugum. Hér vantar meira stjórnleysi.