Sumir halda haus

Fjölmiðlun

Sænska nóbelsnefndin hefur sagt upp samningi við TV4 um að sjónvarpa hinni árlegu hátíð nefndarinnar. Það stafar af, að sjónvarpsstöðin leyfði dólgum Kína að ritskoða síðustu útsendingu. Klipptar voru út setningar, þar sem formaður nóbelsnefndarinnar mærði málfrelsi og fjölmiðlafrelsi. Á tímum sífelldra sorgarfrétta af ræfildómi og hundingshætti ríkisstjórna, þjóða, fyrirtækja, samtaka, einstaklinga. Nóbelsnefndin sænska kemur með logandi fífukveik inn í myrkur samtímans. Mér finnst sérstök ástæða til að fagna framtaki, sem stingur í stúf við kalda gróðahyggju alþjóðavæðingarinnar.