Murdoch í glervörubúðinni

Fjölmiðlun

Time segir Rupert Murdoch takast að svæla út Marcus Brauchli, ritstjóra Wall Street Journal. Búast má við tilkynningu næstu daga. Murdoch keypti blaðið nýlega og mun breyta því í stíl við Fox sjónvarpið. Murdoch hefur hagsmuni í pólitík og vill, að fjölmiðlar sínir styðji þá. Til að þóknast dólgunum í Kína kastaði hann BBC út af Star sjónvarpskeðjunni. Einnig lét hann HarperCollins stöðva útgáfu bókar eftir Chris Patten, landstjóra í Hong Kong. Enginn fjölmiðla hans hefur fjallað um Rupert’s Adventures in China eftir Bruce Dover. Allir styðja stríð gegn Írak og Evrópusambandinu.