Á tíföldum Evrópuhraða

Punktar

Verðbólguhraðinn í dag er tíu sinnum meiri en í Evrópusambandinu. Hér er hraðinn rúmlega 20%, en þar er hraðinn 2%. Við erum aftur orðin sama þriðja heims þjóðin og við vorum fyrir aldamót. Við þykjumst vera menn með mönnum í útlöndum. Við heimtun aðgang að öryggisráðinu og höfum keypt fyrirtæki út um allar trissur. En við kunnum ekki fótum okkar forráð heima fyrir. Allt væri það auðveldara, ef við notuðum evru, en ekki krónu. Með evru gætu þriðja heims pólitíkusar okkar í ríkisstjórn og seðlabanka ekki haldið úti einkavitleysu hér á landi. Við þurfum að fleygja okkur í faðm 2% verðbólgu.