Hjúkkur neita að fallast á tillögu Landsspítala um frestun nýs vaktakerfis til 1. október. Tillagan felur ekki í sér neitt frávik frá nýja kerfinu. Hjúkkurnar létu því ekki ginna sig. Þær verða horfnar úr starfi að morgni 1. maí. Við tekur öngþveiti á kostnað sjúklinga, sem sumir hverjir munu skaðast og jafnvel deyja. Allt má rekja til heimsku Guðlaugs Þórðarsonar ráðherra. Hann hrakti forstjóra spítalans úr starfi, meðal annars með því að neita að tala við hann. Slík er heimska ráðherrans, að hann sparkaði úr ljónagryfjunni eina manninum, sem gat fundið diplómatíska lausn málsins.