Bændablaðið er mitt blað

Fjölmiðlun

Aðalblað landsins er Bændablaðið, 19. aldar blað á 21. öld. Þar eru fínar smáauglýsingar, þar fékk ég heyblásara til að blása spónum. Þar er fullt af gagnlegum hlutum og sætum myndum af kúm innan um textreklame auglýsenda. Fríblað, kostað af auglýsingum, sem gagnast bændum. Þar lýsir hugsjónamaður í löngu máli áratuga langri þrá sinni í að þjóna heilsu hesta. Hún leiddi hann til að fara að selja brezkt hestafóður, er fjórar kynslóðir fabríkanta framleiða. Í blaðinu verður aldrei rannsóknablaðamennska. En velgengni þess sýnir, að einstaka sinnum getur félagsrekstur slegið við einkarekstri.