Ég valdi sex nafngreinda bloggara, sem skrifuðu af heift um Josef Fritzl, heimtuðu refsingar og pyndingar. Þar af fjórir, sem hafa sett fram skrítnar skoðanir á öðrum sviðum. Skoðanir, sem stuðla að einkalífi manna á borð við Fritzl. Þessir fjórir styðja samfélag einkalífs. Þeir telja, að engum komi við, hvað gerist inni á heimilum. Vilja refsa fjölmiðlum og papparössum fyrir að raska einkalífi fólks. Fjórir af sex kenna sögumanni um ótíðindi. Ef enginn hefði frétt af Fritzl, væri málið auðvitað dautt. Fjórir af sex heiftúðugum voru hræsnarar, reiðubúnir að taka þátt í næstu galdrabrennu.