Gráa, langa, slétta tízkan

Veitingar

Gráar, langar, sléttar innréttingar eru í tízku, minna á glansandi stál. Fyrst komu þessar óvistlegu innréttingar í eldhústækjum, síðan í eldhúsum og loks um alla íbúð. Ræturnar liggja í norrænum veitingahúsum, þar sem fólki líður illa. Eldhús fólks af holdi og blóði geta verið svona, ef þau eru aldrei notuð. Grá, löng og slétt eldhús verða ljót, ef fletirnir truflast af matvinnslu og öðrum sóðaskap. Enda eru þessi eldhús skúlptúr, ekki hagnýtar vistarverur. Um húsbúnaðartízku eins og um fatatízku gildir ágæt klisja: “Tízka er svo ljót, að skipta þarf um hana tvisvar á ári.”