Dollarinn riðar og krónan með

Punktar

Kínverska stjórnin á sífellt erfiðara með að halda handvirkt uppi verðgildi dollars. Hann hefur sigið undanfarið og gefur kínverskum útflytjendum minna í aðra hönd. Margir þeirra eru farnir að heimta samninga í evrum til að mæta frekara falli dollars. Þetta þrýstir upp verðgildi evru og þrýstir niður verðgildi dollars. Ef Kínverjar fara að selja dollarana, sem þeir eiga undir koddanum, er stutt í hrun gjaldmiðilsins. Þegar hrunið kemur, mun íslenzka krónan fylgja dollar. Hún er veik mynt eins og dollar og að auki viðkvæm fyrir spákaupmennsku. Hér væri himnaríki, ef við notuðum evru.