Lögguvæðing fréttanna

Fjölmiðlun

“Lögreglan hefur innanhúss miklar almannatengsladeildir, sem skrifa að mestu leyti þær lögreglufréttir sem birtast í fjölmiðlum landsins nútildags.” Þetta segir Pétur Gunnarsson ritstjóri Eyjunnar í bloggi sínu, eyjan.is/hux/ í nótt. Mér brá, Pétur fylgist betur með fjölmiðlum dagsins en ég geri. Getur verið, að löggan skrifi fréttir í fjölmiðla? Skrifar þá Landsvirkjun fréttir fjölmiðla af umhverfi, orku og stóriðju? Skrifar þá forseti borgarstjóranr fréttir af borginni? Hafa fjölmiðlar afsalað hluta af starfsskyldu sinni til lygins hagsmunaaðila. Er það ekki lögregluríkið?