Spunakarl álversins í Straumsvík, Jón Hannes Stefánsson, les fréttir hjá Ríkisútvarpinu. Sigrún Stefánsdóttir dagskrárstjóri, yfirmaður Jóns, vissi ekki af samhliða vinnu hans hjá Rio Tinto. Samkvæmt Fréttablaðinu í morgun lítur hún ekki “á þetta sem neitt mál”. Óðinn Jónsson fréttastjóri er hins vegar ósáttur. Athyglisvert er, að þessi sama Sigrún hefur sjálf verið spunakerling hjá lögreglunni. Hefur kennt henni að stjórna fjölmiðlum. Skilur ekki múrinn milli fréttamennsku sinnar og almannatengsla og sér þess vegna ekki múrinn hjá Jóni Hannesi. Svona drabbast fjölmiðlar í spuna.