Morgunblaðið innleiddi þá hefð fjölmiðla, að birta ekki nöfn glæpamanna, heldur þrengja hóp hinna grunuðu. Þannig er núna sagt, að “háskólakennari” hafi nauðgað börnum sínum og öðrum börnum. Þar með sleppur samfélagið undan grun, sem beinist í staðinn að einum hóp manna. Hvers á sá hópur að gjalda? Mér hefur lengi fundizt þetta sérkennileg regla. Aðstæður geta að vísu verið þannig, að ekki sé hægt að birta nöfn. Til dæmis vegna hagsmuna barna glæpamannsins. En í slíkum tilvikum undantekningar er óráðlegt að klæða nafnleysið í þrengingu. Sem varpar grun á hóp manna í stað einstaklings.