Minkarnir passa hænsnahúsið

Punktar

Það er ekki von, að menn hafi mikið álit á Sameinuðu þjóðunum. Þar sitja Kúba, Sádi-Arabía, Kína og Sovétríkin í sérstakri mannréttindnefnd. Allt eru þetta ríki, sem kerfisbundið misþyrma mannréttindum. Þar sitja líka Pakistan, Sri Lanka, Gabon og Zambia, sem eru engu skárri en valdaminni til vondra verka. Mannréttindanefnd þessi var smíðuð á rústum fyrri nefndar, sem hafði orðið sér svo mikið til skammar, að hún var orðin aðhlátursefni. Nýja nefndin stefnir þráðbeint til sömu örlaga. Meirihluti sætanna í nýju nefndinni eru skipuð ríkjum, sem hata mannréttindi eins og pestina.