Hæstiréttur gætir samræmis í dómvenju. Hann sér um, að héraðsdómar fari ekki út af kortinu. Honum leizt ekki á, að tveir menn voru í héraðsdómi dæmdir í tveggja milljón króna sekt fyrir nauðgun. Rolandas Jancevicius og Arunas Bartakus gengu hrottalega fram, hæddust að konunni meðan þeir komu vilja sínum fram í biðskýli strætó. Sektin var helmingi hærri en sú upphæð, sem ritstjórar dagblaða eru dæmdir til að greiða fyrir að segja sannleikann um helztu slúbberta samfélagsins. Hæstiréttur lækkaði sektina niður 1,2 milljónir, svipað og ritstjórar eru látnir borga. Svona er Ísland í dag.