Hann Árni á honum Garp

Hestar

Íslenzkar hestasýningar eru leiðinlegar og torskildar. Þar er hestur dreginn saman í hnút og látinn hoppa um hringvöll. Án þess þó að hoppa yfir hindranir, sem evrópskir sirkushestar geta. Verst við hestasýningar eru þó þulirnir. Þeir tala sérhæft hringvallatungumál, sem ég tel vera runnið úr vondri sænsku. “Þarna kemur hann Árni á honum Garp” segja þeir. Ég held, að landsliðseinvaldurinn Sigurður í Holtsmúla hafi byrjað á vitleysunni. Allir eru aðdáendur Sigurðar og hafa apað þetta eftir honum. Það þekkist ekki í íslenzkri málhefð að nota orðið “hann” í þessu afkáralega samhengi.