Jens Guð birtir atkvæðagreiðslur á vefsvæði sínu. Þar velja þátttakendur sjálfa sig í úrtakið. Kosningar þessar brjóta öll fræðileg lögmál kannana. Samt kallar Jens þær skoðanakannanir. Hann telur sér jafnframt kleift að gagnrýna fræðilegar skoðanakannanir. Segir nýja könnun á fylgi flokka í Reykjavík vera ómarktæka. Telur veruleikann undir niðri vera flóknari en þann, sem mælingin sýnir. Það má að nokkru satt vera. En Jens mætti þá taka mark á því í sínum eigin atkvæðagreiðslum. Ég á að vísu ekki að eyða tíma í að elta ólar við tvískinna bloggara. En því miður gengur Jens fram af mér.