Fyrir mörgum áratugum komu hingað þýzkir knapar. Bönnuðu Íslendingum gamla bændaásetu, að sitja í hnakk eins og í stól. Bönnuðu líka að sitja á rófubeininu að hætti Skúla í Skarði. Kenndu mönnum að sitja á eistunum. Með hófþyngingum var hestum kennt að lyfta framfótum að hætti sirkushesta. Út á þetta náðist markaður. Ríka, þýzka pabba vandaði litla og sæta hesta til að halda litlu og sætu dætrunum sínum frá gröðum strákum. Dæturnar hölluðu sér þá að fullum tamningamönnum og tvöfölduðu ógæfuna. Úr afkomendum hesta Gengis Kan var svo búinn til hastur, samanþjappaður hringvallarhestur.