Heimsfrægur frændgarður

Hestar

Przewalski villihesturinn er náskyldur mongólska og íslenzka hestinum. Sá mongólski varð frægur, þegar riddarar Gengis Kan riðu sjö þúsund kílómetra frá Ulan Bator til Vínarborgar á Sturlungaöld. Þetta eru langir, hausstórir og fótstuttir hestar eins og þeir íslenzku, rosalega þolgóðir. Mongólar voru miklir stríðsmenn á hestbaki, skutu 350 metra á boga, 100 metrum lengra en fótgangandi evrópskir bogmenn. Á sama tíma voru frændur mongólska hestsins á Íslandi notaðir til að ferja stríðsmenn yfir heiðar . En hér kunnu menn lítt til hernaðar, stigu af baki til berjast og kasta grjóti.