Glaðir hestar gleðja menn

Hestar

Langferð sumarsins verður að þessu sinni um Suður-Þingeyjarsýslu, þriggja vikna ferð með flutningi. Við fórum í fyrrasumar heldur lengri ferð um norðursýsluna. Ég trúi, að ferðin í sumar verði enn skemmtilegri, því að hvergi eru lengri moldargötur en á lyngheiðum suðursýslunnar. Við förum tólf til fjórtán saman með rekstur. Mínir hestar eru orðnir fullþjálfaðir, þurftu að læra að bera þungan mann. Á ferðalögum skiptir mestu, að hestar séu aldrei ofkeyrðir. Ef þeir fara að kvíða nýjum degi, breytast gæðingar í bikkjur. Ef reiðhestarnir eru alltaf glaðir, eru reiðmenn alltaf glaðir.