Davíð er þrjóturinn

Punktar

Davíð Oddsson ber mesta ábyrgð á peningavandræðum þjóðarinnar. Sem forsætis rak hann ábyrgðarlausa útþenslustefnu gegn ráðum góðra manna. Stór þáttur í henni var orku- og stóriðjustefnan. Hann hafnaði gagnrýni um, að hún hefði aukaverkanir í för með sér. Síðan hafnaði hann gagnaðgerðum, þegar hann var orðinn Seðlabankastjóri. Bankanum mistókst því að fást á við gengishrunið. Geir H. Haarde er líka ábyrgur, fyrrverandi fjármálaráðherra og núverandi forsætis. Síðan eru það bankastjórar þriggja stóru bankanna, sem áttu að vera utan ríkisábyrgðar, en þykjast samt þurfa fyrirgreiðslu stjórnvalda.