Fyrrum ritstjóri hlær síðastur

Fjölmiðlun

Þegar ég var ritstjóri, fór mestur tími í annað en skrif. Jafnframt var ég lokaður inni í úreltu formi leiðarans, sem hentar ekki nútímanum. Ég varð ekki var við, að þeir væru mikið lesnir. Öfugt við ástandið núna, þegar ég hef vikum saman verið efstur á vinsældalista blogg.gattin.net. Þótt texti minn gefi ekki kost á athugasemdum, fæ ég meira af bloggpósti en ég kemst yfir að lesa. Þannig hefur mér ekki tekizt að setjast í helgan stein. Við að hætta sem ritstjóri hef ég öðlazt meiri lestur en áður. Ég sóttist að vísu ekki eftir áhrifum sem ritstjóri, en hlæ síðastur á grafarbakkanum.