Mælitæki í hnakki sýni frávikin

Hestar

Mýktin á að vera mesta keppikefli íslenzka hestsins. Hann á að líða áfram í beinni línu á góðgangi. Hann á ekki að hossast upp og niður á svifabrokki og ekki hossast til hliða með handafli knapa á skeiði. Frávik hljóta þó að vera frá beinni línu á brokki og skeiði, en engin á tölti. Í keppni þarf að koma upp mælitæki í hnakki, sem sýnir frávik frá beinni línu. Því minna frávik í hverjum gangi, þeim mun hærri einkunn. Mat manna á íslenzkum hestum er á villigötum. Það er sjónrænt, miðar við áhorfendur, sem hrífast af samansúrruðu sirkushoppi. Það á að stíla á þægindi og mýkt gangtegunda.