Clinton-hjónin skilja alls ekki fjölmiðlun nútímans, einkum Bill Clinton. Hann er frá eldri tíma fyrir innreið bloggsins. Hann kunni á hefðbundna fjölmiðla, var vanur að geta skotið frá hulstrinu. Núna hafa ummæli hans verið gripin og dæmd ómarktæk innan fárra klukkustunda. Þetta segir Stephen Foley í Independent.co.uk í morgun. Ummæli eru ekki lengur “off the record” og gemsamyndavélar eru hvarvetna að störfum. Í stað fréttaskýringa, sem fylgja föstum reglum, eru komin hröð skot bloggara, sem fylgja fáum reglum. Barack Obama vann Hillary Clinton, því að hann kunni á fjölmiðlun nútímans.