DV hefur átt erfitt síðan árið 2002. Þá sturtaði Óli Björn Kárason því inn í Sjálfstæðisflokkinn, gerði það gjaldþrota. Síðan hefur mistekizt að koma því á skrið, þótt margt hafi verið reynt. Mistekizt hefur að tengja milli gamalla lesenda og unga fólksins, sem því miður vill ekki kaupa fjölmiðla. Smáauglýsingar dagblaða eru líka horfnar á vefinn. Þannig er DV að vissu leyti háð örlögum að utan. Við slíkar aðstæður hættir stýrimönnum til að velja fortíðina. Telja borga sig að sinna hræsnurum, sem hryllir við gusti og nafnbirtingum. Sjónarmið hræsni og uppreisnar munu þó seint sættast.