Fjölskylda Jónínu Bjartmarz er ósvífnasta fjölskylda landsins. Hún fékk ríkisborgararétt fyrir tengdadóttur sína á brotabroti af tímanum, sem það tekur aðrar tengdadætur. Fremjandi verknaðarins var Bjarni Benediktsson, alþingismaður og þáverandi formaður allsherjarnefndar, verðandi ráðherra. Hafinn er flutningur máls, sem Björn Orri Pétursson og Lucia Celeste Molina Sierra höfða gegn Kastljósi vegna meiðyrða. Reynslan sýnir, að dómarar í Reykjavík eru andvígir lýðræði og tjáningarfrelsi. Þeir munu sleikja tærnar á ósvífnu fjölskyldunni, sem telur sig vera yfir annað fólk hafna.