Löggan laug um klipptan fána

Fjölmiðlun

Morgunblaðið varð að leiðrétta dótturstofnun sína, mbl.is. Hún trúði lygi frá löggunni. Sagði stjórnleysingja hafa skorið í tætlur íslenzka fánann á stjórnarráðinu. Það var lygi, fáninn var heill og var dreginn aftur að hún. Löggan hefur sjálfsagt talið henta spuna sínum að koma óorði á andófsfólk. Með því að ljúga fánaklippingu upp á það. Margir fjölmiðlar eru hauglatir og birta jafnan spuna löggunnar beint af skepnunni. Þar á meðal var mbl.is. Morgunblaðið vissi hins vegar betur og birti rétta frétt af gangi málsins. Mikilvægt er, að fjölmiðlungar átti sig á, að löggan segir sjaldan satt.