Einkennilegt var, að eyðslusamur forsætis skuli nota þjóðhátíðina til að skipa fólki um að spara benzín og önnur útgjöld. Hann notar eyðslufrekan bíl og nennir ekki að labba 350 metra milli funda í miðbænum. Slíkur á ekki að gera kröfur til annarra, það virkar bara hlægilega. Geir H. Haarde var nýlega búinn að gera sig hlægilegan með að svara spurningum með dónaskap. Nú sýnir hann aftur svipaða firringu með siðapredikun, sem hann fer ekki eftir sjálfur. Svo er önnur saga, að lélegt er hjá Geir að kenna almenningi um ófarir, sem stafa af lélegri stjórn hans á hagkerfinu og fjármálunum.