Tóbaksvísindi Gallups

Punktar

Gallup Capacent spyr reglulega úrtak þjóðarinnar um ýmis mál. Að einu leyti fara kannanirnar á svig við vísindalega nákvæmni. Ekki er sagt frá, hver pantar og borgar hverja spurningu. Reynslan sýnir, að meintar fræðistofur fá niðurstöður, sem eru hagstæðar spyrjandanum, sem heldur um budduna. Það eru kölluð tóbaksvísindi. Hagfræðistofnun Háskóla Íslands er frægt dæmi um slíkt hér á landi. Gallup Capacent spyr stundum skrítinna spurninga, til dæmis um gæðin á þjónustu Reykjavíkurborgar. Við þurfum þá að vita, hvort Ólafur borgarstjóri pantaði þær á kostnað borgarinnar. Vantreystið því pólitískum niðurstöðum Gallups. Aðferðirnar kunna að vera tóbaksvísindi.