Óskarsverðlaunahátíðin

Fjölmiðlun

Á baksíðu DV sé ég, að Siggi Hall hefur vafið fávísum blaðamanni um fingur sér. Talið honum trú um, að Rammy’s sé svakaleg hátíð matgæðinga. Hún sé “eins konar óskarsverðlaunahátið meistarakokka” samkvæmt orðalagi blaðsins. Rammy’s er óþekkt uppákoma í Washington og á henni er enginn meistarakokkur. Alls enginn. Hvergi var minnst á hana í Washington Post. Siggi er sérfróður í spuna. Á auðvelt með að tala svo við fávita, að þeir vita ekki lengur, hvað þeir sjálfir heita. Ég ráðlegg þeim að brenna sig ekki, heldur fletta upp í Google og Wikipedia. Þannig verða þeir síður að sendisveinum spunans.