Upphafið jafngildir endanum

Fjölmiðlun

Í kranaviðtali Gufunnar við Össur Skarphéðinsson álráðherra flutti hann merka hundalógík: Ef búið er að veita leyfi til rannsókna, verður að halda áfram leyfisveitingum. Rannsóknir hafa valdið raski og virkjunin veldur því ekki meira raski. Fyrri ríkisstjórn hafði leyft rannsóknir og þá neyðist Össur til að leyfa framhaldið. Upphafið jafngildir endanum. Viljayfirlýsing hans um orkuver á Þeistareykjum og í Gjástykki er því ekki svik við “fagra Ísland” Samfylkingarinnar og málefnasamning stjórnarinnar. Öll stjórnin var sátt við það, sagði Össur í drottningarviðtalinu. Aðrir voru ekki spurðir.