Myrkraverk Össurar og Þórunnar

Fjölmiðlun

Hvaða æði hefur gripið Össur og Þórunni? Eru ráðherrar Samfylkingarinnar að tapa glórunni í myrkrinu þeirra?. Þórunn bannar myndatökur af dauðum birni og Össur bannar myndatökur af undirritun samnings um álver á Húsavík. Halda þau að myrkraverkin hverfi, ef þau eru ekki mynduð? Og hvað hefur Össur að gera með titrandi aðstoðarmann, sem gargar: “Hvaða andskotans máli skiptir einhver undirskrift.” Ég vissi, að þetta fólk er “out of touch”, hefur misst samband við fólk, lifir í ráðherra-limbói. En þarf það að auglýsa myrkraverk sín svona? Þetta er bilun. Samfylkingin virðist vera að bila.