Frétt ársins var falin í Mogganum í gær. Aðgangur Landsbankans að arðsömum upplýsingum um peningamál úr stjórnarráðinu er frétt ársins. Banki eiganda Moggans fékk leyniupplýsingar, sem gerði honum kleift að græða hundruð milljóna. Þannig virkar pólitíkin, hún er samsæri og einkavinavæðing kruss og þvers. Ekkert hefur breyzt síðan Sambandið fékk fyrirfram að vita um gengislækkanir. Risin er upp stétt auðmanna, sem sækir auð sinn í forgang hjá réttum aðilum. Flokkurinn, Bankinn og Blaðið eru ýmsar birtingarmyndir þess ástands, að hópur manna telur sig eiga allt vald. Og á það raunar.