Pétur Gunnarsson gerði Eyjan.is á stuttum tíma að einum helzta fréttamiðli landsins og mínum helzta fréttamiðli. Undir lok ritstjórnartíma hans var ég farinn að nota Eyjuna eingöngu. Fékk þar fréttir annarra miðla auk frétta Eyjunnar sjálfrar. Þær voru oftast betri og hnitmiðaðri en fréttir annarra fjölmiðla. Aðeins eitt vantar enn í Eyjuna, skrunlista frétta. Svo að ég geti leitað meira en eina-tvær stundir aftur í tímann. Vona, að Hallgrímur Thorsteinsson, nýr ritstjóri, bæti úr. Bloggið á Eyjunni er aftur á móti ekki eins gott. Nær ekki samanburði við víddir Blogg.gattin.net. Sameining?