Löt og léleg fréttamennska

Fjölmiðlun

Þegar ég skrifaði um brottrekstur Paul Ramses í morgun, var ekki vitað um framkvæmdina. Mogginn hafði birt greinargóða frétt um mannvonzku íslenzka lögregluríkisins. Sú frétt var skrifuð í gær. Hvorki vefur Moggans né aðrir vefir minntust neitt á brottförina. Enginn sagði mér snemma í morgun, hvort hneykslið hefði náð fram að ganga. Ekki orð á ruv.is, mbl.is, visir.is, ekki einu sinni á eyjan.is. Þetta þykir mér löt og léleg frammistaða fjölmiðla. Það er stórpólitísk frétt, hvort Paul Ramses var hrakinn brott. Fyrsta veffréttin kom svo kl. 9:33 á visir.is, fjallaði þó mest um mótmæli.