Gagnrýni nafnlauss heimildamanns

Fjölmiðlun

VSP á Fréttablaðinu birtir í dag beina tilvitnun í nafnlausan heimildamann. Umsækjandi um stöðu mannréttindastjóra Reykjavíkur segir: “Embættiskerfið í Reykjavíkurborg er augljóslega mjög þunglamalegt og þessi vinnubrögð eru forkastanleg og ófagleg.” Það er föst regla í blaðamennsku að vitna ekki orðrétt í nafnlausan heimildamann. Önnur föst regla segir, að hafa ekki gagnrýni eftir nafnlausum heimildamanni. Undantekningar geta verið á þessum reglum, en ég fæ ekki séð, að þær gildi þarna. Íslenzkir blaðamenn skauta of oft út af hefðum, sem hafa verið notaðar til að efla traustið á faginu.