Spunakarlar eitra grænan lit

Fjölmiðlun

Alþjóðahátíð auglýsingabransans í Cannes í fyrra var græn. Auglýsingar hafa síðan verið grænar um allan heim. Hvers konar vara og þjónusta er seld á grænum forsendum. Kolefnisjöfnun er illræmdasta ruglið af því tagi. Nú er aftur búið að halda alþjóðahátíð auglýsingabransans í Cannes. Þar fór lítið fyrir græna litnum. Auglýsingabransinn og spunakarlarnir eru á flótta undan réttvísinni. Flestar grænar auglýsingar hafa reynzt vera hrein lygi. Þar á ofan hafa þær skaðað málstaðinn. Fólk telur, að græn stefna sé lygi, úr því að grænar auglýsingar eru lygi. Allt eitrast, sem spunakarlar snerta.