Alma á Fréttablaðinu úrskurðar, að matstaðurinn Noma í Kaupmannahöfn sé tíundi bezti veitingastaður heims. Líklega hefur hún það eftir viðmælanda sínum, Sverri Guðjónssyni. Dæmi um, að blaðamenn taka gildar fullyrðingar án þess að sannreyna. Raunar er það megineinkenni íslenzkrar blaðamennsku að sannreyna ekki. Ég hefði viljað vita, hver gaf fyrstur út þetta rugl og á hvaða forsendum. Noma er í Food & Fun klúbbi Sigga Hall um gagnkvæmar strokur. Kannski er heimildin sama og fyrir því, að Food & Fun í Washington jafngildi Óskarsverðlaunum kokka. Alls staðar hleypa blaðamenn ruglinu inn.