Frelsa oss frá Microsoft

Punktar

Forsætisráðuneytið hyggst frelsa oss frá illu, taka upp stuðning við opinn hugbúnað. Ég fagna því, en mun þó fyrst trúa, þegar ég tek á því. Of lengi hefur Ísland verið í fjötrum Microsoft. Botninum náði Björn Bjarnason, þáverandi menntaráðherra. Lét skattgreiðendur kosta íslenzkun á hugbúnaði Microsoft. Kominn er tími til að taka upp ókeypis hugbúnað, sem sækir á um allan heim. Einkum í hinu sívinsæla Evrópusambandi, sem tekið hefur Linux upp á sína arma. Opinn hugbúnaður er ljómandi hugsjón. Hann gefur Microsoft ekkert eftir í gæðum, enda studdur af mörgum beztu forriturum heimsins.