Fá núll fyrir lýðræði

Punktar

Bíddu hægur, Nicolas Sarkozy. Það er ekki rétt, að 21 þjóð hafi staðfest stjórnarskrá Evrópusambandsins. Rétt er, að 21 ríkisstjórn gerði það, meira eða minna í trássi við vilja þjóðanna. Sarkozy getur því ekki heimtað, að Írar beygi sig fyrir eindregnum meirihluta og kjósi aftur um plaggið. Álit Íra gildir, því að þeir fengu að kjósa. Álit hinna gildir ekki, því að þeir fengu ekki að kjósa. Svona er lýðræðið, Sarkozy sæll, en þú veizt lítið um það. Það er einmitt helzti ókostur Evrópusambandsins, að ráðamenn þess fá núll í einkunn fyrir lýðræði. Þeir þurfa að beygja sig, en alls ekki Írar.