Þurfir þú að borða úti í hádeginu, skaltu fara á mexíkóstaðinn Santa Maria við Laugaveg 11 eða Kínahúsið við Lækjargötu 8. Sá fyrri selur mat á 1000 krónur án súpu og Kínahúsið býður súpu og rétt dagsins á 1150 krónur. Aðrir frambærilegir staðir eru Sjávarbarinnn við Grandagarð 9, Potturinn & pannan við Brautarholt 22 og Fish & Chips við Tryggvagötu 8. Allir eru þeir með súpu og fisk dagsins á Múlakaffisverði, milli 1400 og 1500 krónur. Nokkrir góðir staðir milli 1500 og 1600 króna í hádeginu eru Vín & skel, Tilveran í Hafnarfirði og Laugaás. Í hádeginu kostar því ekki morð fjár að borða úti.