Tvær hetjusögur voru lygi

Punktar

Tvær helztu hetjusögur bandaríska hersins á síðari árum eru af Pat Tilman og Jessica Lynch. Tilman var íþróttamaður, sem fór til Afganistan og fékk þakkarbréf frá Donald Rumsfeld, þáverandi stríðsráðherra. Þar féll Tilman fyrir bandarískri kúlnahríð, óvart. Herinn laug, að kúlurnar hefðu komið frá talíbönum. Lynch var handtekin í Írak og farið var vel með hana. Herinn laug, að henni hefði verið misþyrmt. Þingnefnd hefur núna, ótal árum síðar komizt að hinu sanna og gefið út um það skýrslu. Enginn hefur getað skýrt, hvers vegna bandaríski herinn valdi einmitt lygar í hetjusögur sínar.