Hægri og vinstri hafa glatað gamalli merkingu. Hægri forseti Frakklands er vinstra megin við þá, sem vilja ríkisstýrt atvinnulíf. Nicolas Sarkozy átelur Evrópusambandið fyrir frjálshyggju. Vinstri forsætisráðherra Bretlands er hægra megin við þá, sem vilja lögregluríki. George Brown knýr þingið til að samþykkja lög um langar fangelsanir án réttarmeðferðar. Hægri kanzlari Þýzkalands er vinstra megin við þá, sem reka umhverfisvæna stefnu. Angela Merkel er líka helzti mótherji George W. Bush í Evrópu. Hver er til hægri og hver er til vinstri? Hvar í gruggugu vatni flýtur Samfylkingin?