Gamli tíminn á Reyðarfirði

Punktar

Sé fyrir mér álver sem fremur leiðinlegan vinnustað, þar sem menn kraka með stöngum í álkatla. Sem eitthvert skjól fyrir þá, sem hafa farið á mis við skólagöngu. Álver er frumframleiðsla. Það keppir aljend ekki við starfsemi á sviði þekkingar eða nýrrar tækni. Álverið í Straumsvík hefur ekki leitt af sér neina varanlega tækni innanlands. Pottagerðin reyndist ekki vel. Ef til vill segja austfirzkir foreldrar við börn sín: Þú þarft ekki að fara suður til að læra, þú færð bara vinnu í álverinu. Þeir fara samt suður, sem dugur er í og vilja komast áfram. Álver verndar gamla tímann á Reyðarfirði.