Viðamiklar rannsóknir í mörgum löndum sýna, að hollast er að sofa minna en átta tíma á sólarhring. Heppilegast er að sofa 6,5-7,5 stundir á dag, að meðaltali sjö stundir. Fer saman við betri heilsu og lengra líf. Stingur í stúf við fyrri tilgátur um, að fólk þurfi að sofa átta tíma á dag. Engar rannsóknir styðja þá tilgátu, sem þó hefur verið útbreidd í mörgum löndum. Raunar hafa margir orðið svefnlausir á því að hanga lengi í rúminu. Því að þeir reyna að fylla meinta svefnþörf. Tilgátur um mikla svefnþörf eru studdar af lyfjarisum, sem halda vanabindandi svefnpillum að fólki.