Bakslag frægðarinnar er komið til Reykjavíkur. Ekki er lengur hipp og kúl að fljúga til Íslands til að verða sér til skammar á börunum. Fækkað hefur meðvirkum blaðagreinum um ágæti íslenzkra skemmtistaða. Í staðinn er komið grín um sóðaskap drykkju- og tóbaksrúta og glyðrugang ölæðiskerlinga okkar. Jafnvel hótelin fá á baukinn. Á Trip Advisor, biblíu laginna ferðamanna, er kvartað um vonda þjónustu og gróðafíkn hótelhaldara. Fólk er varað við að gista á hótelum í hverfi 101, þar sem búast má við barsmíðum og andvökum. Erum við endimörk almennrar meðvirkni með ölæði í skjóli latrar löggæzlu.