Fjögur dæmi eru í Þingeyjarsýslum um, að landeigendur reyni að hefta umferð hestamanna. Árangur er lítill. Menn geta riðið þjóðleiðina um Grjótnes, en í trássi við þýzka konu. Þeir verða að klippa eða kalla í bónda til að fá opnað hlið við Ormarsá, sem svissneskir veiðimenn hafa læst. Eigendur sumarbústaða hafa sett upp marklaust bannskilti á opinberan veg um Vað og Fosssel. Erfingi Barnafells hefur reist skála um þjóðbraut þvera. Ekki til að halda ferðamönnum veizlur. Heldur til að hrekja þá í hættulega slóð ofan við Barnafoss. Opinberir aðilar trassa að hefta þessi skýru brot á lögum.