Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga hefur gefið út sjö útivistarkort, sem efla ferðaþjónustu í sýslunum. Þar eru skráðar margar reiðleiðir. Svo sem þjóðleiðin frá Fosseli við Skjálfandafljót upp Fosselsskóg og Fljótsheiði að Einarsstöðum í Reykjadal. Að venju hafði ég samstarf við bændur um aðkomu að reiðleiðum og umgengni um lönd. Allir tóku firnavel spurningum mínum. Nema Vésteinn á Vaði. Hann sagði reiðleiðina bannaða. Af hverjum? Eigendum sumarhúsa! Sagði leiðina torfæra. Það reyndist rangt. Þetta var óþarft samtal. Ég hélt ró minni. Einn af hundrað er sérgóður sérvitringur.