Slúðurblaðið var betra

Fjölmiðlun

Framhjáhaldi John Edwards var lengi haldið leyndu í bandarískum fjölmiðlum. Samt skipti það pólitísku máli. Hann vildi verða forseti Bandaríkjanna. Notaði þó veikindi konunnar til að hanga klukkustundum saman með viðhaldi sínu á herbergjum hótela. Maðurinn, sem þóttist vera hreinlyndur pólitíkus, var það ekki. Edwards laug sig á flótta úr einu vígi í annað. Bloggið hljóp í skarð hefðbundinna fjölmiðla. Það fjölyrti um framhjáhaldið. Við boltanum tóku blöð á borð við National Enquirer, sem kallað er slúðurblað. Í þessu tilviki kom blaðið þjóðinni að meira gagni en New York Times, sem þagði.