Leitarniðurstöður

Ósjálfstæð fréttabörn

Fjölmiðlun

Fréttabörn endurtaka í sífellu sömu hugsunarvillu: Lögreglan „þurfti“ að gera þetta eða hitt. Nýjasta dæmið er frétt um, að kalla hafi þurft á sérsveitina. Í þessu felst sú skoðun, að þetta hafi verið nauðsynleg aðgerð. Blaðamaður getur ekki haldið slíku fram, aðeins haft eftir einhverjum, að eitthvað hafi „þurft“ að gera. Annars segir hann bara […]

Fáfróðu fréttabörnin

Fjölmiðlun

Þegar ég fór úr skóla í blaðamennsku fyrir hálfri öld, vorum við fullorðin. Kunnum stafsetningu, Y og Z, setningafræði og þekktum rætur orða. Kunnum hugtakafræði, þekktum mun á lýðveldi og lýðræði, sálgreiningu og sálfræði, barokk og rókokkó, belgísku og frönsku Kongó. Höfðum lært landafræði og sagnfræði. Lengi hefur fátt slíkt verið í boði í menntakerfinu. […]

Fávísu fréttabörnin

Punktar

Fjölmiðlar ársins 2012 eru enn ógeðslega mikið 2007. Eru enn að tala við þá, sem þóttust vita allt árið 2007. Forstöðumenn greiningardeilda bankanna eru daglegir gestir í fjölmiðlum, þótt þeir hafi sannanlega farið með tómt rugl árið 2007. Fréttabörnin virðast ekkert hafa fattað. Eru líka enn að vitna í útrásarvíkinga sem fjármálavitringa, þótt þeir hafi […]

Ítrekuð yfirborðsfrétt

Punktar

Fréttablaðinu hefur tvo daga í röð tekizt að flytja fréttir af Hraðbraut án þess að nefna orsök hruns hennar. Hún var svindlbrask á kostnað ríkissjóðs, sem Ríkisendurskoðun ljóstraði upp um. Nú tekst skólanum ekki að endurtaka leikinn, því að lysthafendur eru of fáir. Sífellt oftar sjáum við fréttir af hálfu fréttabarna, sem hvorki þekkja söguna […]

Þegar traustið týndist

Fjölmiðlun

Hrun hefðbundinna fjölmiðla á sér þrjár meginorsakir: 1. Tæknin breyttist, nýmiðlar komu til sögunnar, tekjur hrundu. 2. Arðsemiskröfur fólu í sér afkastakröfur, sem hindruðu dýrar rannsóknir. 3. Nýir eigendur föttuðu, að notendur hafa takmarkaðan áhuga á gæðum. Birtingarmyndir eru ýmsar: 1. Rannsóknafréttum stórfækkar. 2. Klipp & lím leysa sannreynslu af hólmi. 3. Kranaviðtöl eru almenn. […]

Afleiðing glærufræðinga

Fjölmiðlun

Þegar glærufræðingar taka við stjórn á fjölmiðlum, sjá þeir fljótt, að fín fréttamennska er dýr. Þeir losa sig því við dýra fréttahauka og tímafrekan fréttagröft. Ráða ódýr fréttabörn í staðinn. Afleiðingarnar höfum við séð í tvo áratugi. Hefðbundnir fjölmiðlar grotna niður í kranaviðtöl og klipp & lím áróðurs frá sérhagsmunum á vondri íslenzku. Notendur fjölmiðla […]

Atgervi flýr fjölmiðla

Fjölmiðlun

Fátækt hefðbundinna fjölmiðla og starfsmannastefna yfirmanna þeirra leiðir til yfirtöku nýrra fjölmiðla á alvörufréttum. Þeir hefðbundnu losuðu sig við dýra blaðamenn, sem gátu kafað ofan í mál og spurt erfiðra spurninga. Sumir þessara hæfileikamanna safnast saman á nýjum fjölmiðlum, svo sem á Kjarnanum. Hjá slíkum fjölmiðlum fáum við alvörufréttir, sem við söknum á hefðbundnum fjölmiðlum. […]

Strípuð sjálfhverfa

Fjölmiðlun

Varð fyrst var við fréttabörn um aldamótin. Fólk með óheft sjálfstraust án nokkurrar þekkingar. Síðan hefur hópurinn vaxið, því excel reiknar hag í að ráða tvö börn fyrir verð eins jaxls, sem kann til verka. Slóð fréttabarnanna sést daglega í vondri íslenzku, einkum vefútgáfna að næturlagi. Excel telur ekki ráðlegt að nota prófarkalesara á næturkaupi. […]

Skilgreining á fréttabarni

Fjölmiðlun

Rangt er að kalla blaðamenn á þrítugsaldri fréttabörn. Það er slagorð, sem við notum nokkrir gamlingjar um vanda í þessum hópi, ekki um aldursflokkinn allan. Orðið fréttabarn táknar mann, sem misst hefur af landafræði og sögu. Sem hefur tæpa menntun í bókmenntum og erlendum tungumálum. Sem hefur fylgst minna með stjórnmálum og alþjóðamálum en tíðkaðist […]

Siðblinda fréttabarna

Fjölmiðlun

Fjölmiðlar freistast til að fækka hálaunuðu fólki, sem kann til verka. Ráða í staðinn svonefnd fréttabörn á lágu kaupi. Þetta lítur vel út í excel, en endar illa í raunheimi. Við sjáum afleiðingarnar, sem Eiður Guðnason bloggar um. Allt frá bommertum í stafsetningu yfir í skort á kunnáttu í landafræði, sagnfræði og annarri þekkingu. Með […]

Punkt vantar í frétt

Punktar

Deilan um Wow er dæmi um takmarkað gildi fjölmiðla, sem láta fréttabörn taka við af fagfólki. Fyrirtækið Wow og Flugmálastjórn deila um, hvort fyrirtækið sé flugfélag, flugrekstrarfélag eða ferðaskrifstofa. Tilkynningar málsaðila varpa engu ljósi á það, sem máli skiptir: Snýst þetta um hag farþega? Þegar fjölmiðlar útskýra síðan ekkert og segja bara pass, er úr […]

Sigurbraut fréttabarna

Fjölmiðlun

Þegar ég fór úr skóla í blaðamennsku, vorum við fullorðin. Kunnum íslenzku, þar á meðal stafsetningu, kunnum Y og Z, kunnum setningafræði, þekktum rætur orða. Kunnum hugtakafræði, þekktum mun á lýðveldi og lýðræði, sálgreiningu og sálfræði, barokk og rókokkó, Juno og Heru, belgísku og frönsku Kongó. Við höfðum lært landafræði og sagnfræði. Lengi hefur ekkert […]