Leitarniðurstöður

Kvígildið kann Newspeak

Punktar

Sigríður Björk Guðjónsdóttir kann Newspeak. Sem lögreglustjóri braut hún lög. Orðar það svo, að hún „var ekki studd viðhlítandi heimild“. Eins og að kalla skattsvik „skattasniðgöngu“. Það er ekki gild afsökun fyrir lögbroti í embætti að segjast ekki hafa þekkt lögin. Telur sig ekki þurfa að segja af sér embætti lögreglustjóra í Reykjavík. Kvígildin þykjast […]

Ennþá meira Newspeak

Punktar

          Viðbót við orðabók Newspeak. Fyrri kaflar birtust 18.3.2014 og 1.4.2014. „Atvinnulífsfélagsfræði“ þýðir: pylsusala í Skagafirði „Skuldaleiðrétting“ þýðir: millifærsla „Heimilin í landinu“ þýðir: heimili tekjuhárra „Samtök atvinnulífsins“ þýðir: félag pilsfaldakapítalista „Framsókn“ þýðir: flokkur afturkarla „Hagvöxtur“ þýðir: meira brask „Sjávarútvegurinn“ þýðir: kvótagreifar „Launaleiðrétting“ þýðir: launahækkun „Hagsmunaverðir svartnættisins“ þýðir: þeir sem gagnrýna SDG […]

Nýjasta newspeak er „spilahöll“

Punktar

Síðast birti ég 18.3.2014 ORÐABÓK í Newspeak. Hér eru nokkrar viðbætur: „300 milljarðar“ þýðir reiknivél. „Reiknivél“ þýðir stærsta upplýsingaverkefni sögunnar. „Hrægammar borga“ þýðir þú borgar. „Sýnum pínu mannúð og mildi“ þýðir spörkum í hælisleitendur. „Það er skylda okkar“ þýðir við komumst upp með það. „Nú er það svo“ þýðir ég vildi að það væri svo. […]

Newspeak stjórnmálanna

Punktar

Orðhengilsháttur er eins ríkur þáttur í pólitík og hann hefur ætíð verið. Ný leikfimitækni er breyting margvíslegra hugtaka um viðræður um Evrópuaðild. Utanríkisráðherra segist ekki vera að „slíta“ viðræðunum, heldur „draga þær til baka“. Hagfræðistofnun háskólans talar um „undanþágur“ og „sérlausnir“. Samt er enginn eðlismunur á hugtökunum, bara áferðin er misjöfn. Að hluta er þetta […]

Newspeak Hönnu Birnu

Punktar

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra er byrjuð að tala Newspeak eins og ýmsir aðrir ráðherrar. Hún segir einkavæðingu á Keflavíkurvelli ekki vera einkavæðingu. Alveg eins og svart er ekki svart, heldur hvítt. Alveg eins og stríð er ekki stríð, heldur friður. Alveg eins og ofsóknir eru ekki ofsóknir, heldur ást. Newspeak hefur fengið sérstaka orðabók með […]

NewSpeak frík-isstjórnarinnar

Punktar

Skyldi lánstraust barna minna batna, tæki ég erlent risalán? Ríkisstjórnin telur hag þjóðarinnar borgið, þegar hún tekur slíkt lán. Gerir það raunar ekki fyrir þjóðina, heldur fyrir bankana. Þeir eru forréttindastofnanir í samfélaginu. Leika lausum hala, þegar vel gengur, væla síðan út hjálp. Skyldi lánstraust barnanna batna, ef ég þrefaldaði yfirdrátt í bankanum? Það segir […]

Newspeak á dagblöðum

Fjölmiðlun

DV flutti beztu fréttina af uppþotum á Akureyri um helgina. Blaðið talaði við óhlutdrægt vitni, Stefán Friðrik Stefánsson, þekktan fréttabloggara. Lötu og ófaglegu fjölmiðlarnir, Mogginn og Fréttablaðið, töluðu hins vegar bara við málsaðila, lögguna. Þessir fjölmiðlar birtu newspeak löggunnar, sem notar orðið varnarúða um piparúða sinn. Af hverju ekki ástarúða? Einnig birtu letingjarnir, að löggan […]

Þjófasjóður verður stofnaður

Punktar

Ríkisstjórnin hyggst stofna digran þjófasjóð fyrir kennitöluflakkara, svonefndan Þjóðarsjóð. Í hann á að renna árlegur arður Landsvirkjunar upp á 10-20 milljarða og sitthvað fleira af því tagi. Markmiðið er að auka svigrúmið sem braskarar og kennitöluflakkarar bófaflokksins geta gramsað í. Annað markmið sjóðsins er, að meira af tekjum ríkisins fari framhjá velferð, vegum, heilsu og […]

Forstjórabófi stöðvaður

Punktar

Ríkisstjórnin mun auka framlög til velferðar minna en sem nemur auknum kostnaði. Þannig var það hjá fráfarandi ríkisstjórn og þeirri þar á undan. Síðan reynir forstjóri Sjúkratrygginga að deila fénu þannig, að meira fari til einkavina á borð við sjúkrahótel Albaníu-Höllu og annarra slíkra einka-sjúkrahúsa. En minna til Landspítalans, spítala alls almennings. Bófaflokkurinn á trygginga-forstjórann […]

Höfnum bófaflokkum

Punktar

Alþýða manna andvarpar og segir: Þeir eru allir eins. Kvartar yfir svonefndum fjórflokki, þótt einn bófaflokkur hafi meira eða minna stjórnað landinu í heila öld. Óbeitin á fjórflokknum er ræktuð, til að alþýðan fatti ekki, að hún hefur völd. Hún er látin halda, að sama sé, hvað kosið er. Þekktir þrjótar séu skárri en nýir […]

Á sömu bókina lært

Punktar

Við höfum séð, hvernig gerðir bófaflokksins og nýfrjálshyggjuflokksins smitast um samfélagið. Óttarr Proppé orðinn svo kexruglaður, að hann er farinn að fjalla um nauðsyn á kostnaðarvitund sjúklinga og aukinni greiðsluþátttöku. Hvort tveggja er newspeak úr nýfrjálshyggju. Framsókn, Vinstri græn og Samfylkingin gangast upp í kjördæmapoti, Vaðlaheiðargöngum og Húsavíkurfabrikku. Þar á ofan eru ýmsir helztu valdamenn […]

Hvorki siðir guðs né manna

Punktar

Ólöf Nordal lét rjúfa kirkjugrið í Laugarnesi eins og óeirðamenn á Sturlungaöld, þegar siðblindingjar lögðu niður þjóðveldið. Væntanlega verður biskup að helga kirkjuna að nýju, svo að hún verði messufær. Bófarnir eru harðir í horn að taka nú sem fyrr. Á sama tíma setur Ólöf reglugerð um að banna sjálfboðaliðum og blaðamönnum að heimsækja flóttafólk. […]

Prestar segi upp

Punktar

Fordómaprestar neita að veita þjónustu og segjast hafa „samvizkufrelsi“. Sem opinberir starfsmenn hafa þeir ekkert slíkt frelsi. Þeir verða að þjónusta alla jafnt, burtséð frá eigin fordómum. Tækju aðrir embættismenn upp á að fela sig bak við newspeak af þessu tagi, væri fótunum kippt undan opinberri þjónustu. Væru fordómaprestar vígslubiskupar í ofsatrúarsöfnuði, gætu þeir hagað […]

Þjálfuð þingmannsefni

Punktar

Báðir frambjóðendur til formennsku í Heimdalli neita að hafa boðið bjór og hamborgara. Skjáskot á fésbók og frásagnir kjósenda sýna hins vegar, að bjórinn hafi flotið í stríðum straumum. Þar eru líka sýnd boðsbréf, sem bjóða akstur, hamborgara og „yfirdrifið nóg af fríum bjór“ fyrir atkvæði. Frambjóðendur ljúga því báðir eins og þeir eru langir […]

„1984“ er komið aftur

Punktar

Líklega árið 1954 náði ég í skáldsöguna „1984“ eftir George Orwell í þýðingu Thorolfs Smith og Hersteins Pálssonar. Sagan hafði sterk áhrif á mig, stuðlaði að miðlægri hugsun. Varð frábitinn „newspeak“ hvers kyns isma og Sovétríkjunum, sem voru helzta fyrirmynd hryllingsheims Orwells. Síðan hef ég verið frábitinn ídeólógíum. Bókin hefur lengi verið uppseld og kemur […]